Útlit fyrir að SAS lifi af

SAS-þotur á Stokkhólmsflugvelli í gær.
SAS-þotur á Stokkhólmsflugvelli í gær. mbl.is/afp

Viðræður um framtíð SAS-flugfélagsins hafa staðið í alla nótt en ákaft er reynt að forða félaginu frá gjaldþroti. Í nótt hafa norskir flugmenn félagsins og sænskir flugliðar samþykkt nýja samninga, sem fela í sér kjaraskerðingu frá því sem áður var.

Þar með hafa allir flugmenn SAS, norskir, sænskir og danskir björgunarpakka félagsins. Samningar við aðra hlutaðeigandi um björgunaráætlun félagsins hafa staðið yfir í alla nótt í SAS-húsinu við Kastrupflugvöll í Kaupmannahöfn.  Felur hann meðal annars í sér mikinn  niðurskurð og fækkun starfsfólks. Vegna þessa þykir allt útlit fyrir að SAS ver'i bjargað frá gjaldþroti.

Það er undir stéttarfélögum starfsmanna komið hvort SAS heldur velli. Klukkan 3:30 að íslenskum tíma þótti enn óvissa ríkja um hvort samningar myndu takast. 

Í nótt samþykktu norskir þjónustuliðar hagfræðingaráætlunina, fyrstir átta starfsmannafélaga SAS. Þeir sögðu hana vonda en kváðust samþykkja hana einungis til að bjarga félaginu og störfum sinna umbjóðenda. Í kjölfarið sigldu svo sænskir þjónustuliðar áætlunina.

Þegar síðast fréttist, klukkan um sex að íslenskum tíma,  höfðu sex af átta starfsmannafélögum samþykkt björgunaráætlunina, aðeins samtök danskra flugliða og eitt norskt félag höfðu ekki enn gengið að samningnum. 

Í nótt hefur morgunflugi til Stokkhólms og Helsinki verið aflýst vegna veikindaforfalla og einnig flugi frá Helsinki til Kaupmannahafnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK