Fundinn sekur um fjársvik

Kweku Adoboli
Kweku Adoboli AFP

Verðbréfamiðlarinn fyrrverandi Kweku Adoboli, var í dag dæmdur sekur um fjársvik fyrir dómi í London.

Adoboli er fundinn sekur um að hafa tapað 2,3 milljörðum Bandaríkjadala, 292 milljörðum króna, af fé svissneska bankans UBS með svikum. Verið er að dæma í málinu í Southwark og hefur Adoboli verið fundinn sekur um einn ákærulið. Dómarar eru enn að fara yfir aðra ákæruliði sem lúta meðal annars að bókhaldsbrotum.

Verðbréfamiðlarinn játaði á sig tapið fyrir dómi en neitaði að hafa svikið út fé. Hann segir að yfirmenn hans hafi haft fulla vitneskju um viðskiptin og hvatt hann til þess að taka áhættuna í þeirri von að UBS myndi hagnast á viðskiptunum.

Adoboli, sem er 32 ára,  var handtekinn í september í fyrra en hann var yfirmaður deildar sem annast viðskipti á skipulögðum verðbréfamarkaði í Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK