Tal tapaði 93 milljónum árið 2011

Tap Tals á síðust 2 árum nemur um 193 milljónum.
Tap Tals á síðust 2 árum nemur um 193 milljónum. Heiðar Kristjánsson

Fjarskiptafyrirtækið Tal tapaði 93 milljónum á síðasta ári og bætist það við 100 milljón króna tap árið 2010. Eigið fé félagsins er neikvætt um 169 milljónir, en viðsnúningur varð á rekstrarafgangi fyrir afskriftir, sem var jákvæður um 7,4 milljónir á síðasta ári í stað tæplega 31 milljóna taps árið 2010. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins

Í skýringum með ársreikningnum kemur fram að „nýlega hafi fallið úrskurður Póst og fjarskiptastofnunar varðandi lúkningargjöld sem er verulega íþyngjandi fyrir félagið. Stjórnendur eru að vinna að endurskipulagningu á rekstrinum sem tryggja á rekstrarhæfi félagsins til frambúðar.“ Einnig er tekið fram að þessar aðstæður gefi til kynna töluverða óvissu um rekstrarhæfi fyrirtækisins næstu 12 mánuði sem geti hugsanlega haft þær afleiðingar að félagið geti ekki selt eignir sínar og greitt skuldir við eðlileg rekstrarskilyrði.

Viktor Ólason, framkvæmdastjóri Tals, segir í samtali við mbl.is að mikill viðsnúningur hafi orðið í rekstrinum frá síðasta ári og bendir á að á fyrstu 6 mánuðum ársins hafi félagið tilkynnt um rúmlega 100 milljóna rekstrarhagnað fyrir afskriftir og skatta (EBITDA hagnað). 

Efnisorð: Tal Viktor Ólason
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK