Spá lækkandi verðbólgu fram á mitt ár

Greiningardeild Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að verðbólga komist niður …
Greiningardeild Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að verðbólga komist niður í 3% um mitt næsta ár mbl.is/Árni Sæberg

Framan af næsta ári má búast við hjöðnun verðbólgu, enda hækkaði verðlag skart á fyrri hluta yfirstandandi árs og því detta myndarlegar hækkunarmælingar úr 12 mánaða takti vísitölu neysluverðs á fyrri helmingi næsta árs. Þetta segir greiningardeild Íslandsbanka og gerir ráð fyrir að verðbólgan verði lægst um mitt næsta ár þegar hún nær um 3%. Í framhaldi af því aukist hún aftur og verði 3,8% í desember 2013. Útlit er svo fyrir að verðbólga árið 2014 verði í kring um 4%.

Greiningardeild bankans telur að verðlag í nóvember hækki um 0,1% og í desember um 0,5%. Í desember gerir hún ráð fyrir talsverðri hækkun á matvöru í aðdraganda jólanna, auk þess sem flugfargjöld til útlanda hækka þá jafnan hressilega í mælingu Hagstofunnar. Í janúar vegast að vanda á áhrif af hækkun á gjaldskrám og opinberum gjöldum annars vegar, og útsölum hins vegar.

Spá greiningardeildar Íslandsbanka um þróun verðbólgu
Spá greiningardeildar Íslandsbanka um þróun verðbólgu Íslandsbanki
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK