Í síðustu viku seldi Framtakssjóður Íslands bréf í Icelandair fyrir um 2,7 milljarða króna. Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 létu í kjölfarið vita, vegna flöggunarskyldu, að þeir hefðu fest kaup á um bréfum í félaginu fyrir um 1,16 milljarð. Stærstir voru þar sjóðir á vegum LSR. Þegar nýjustu upplýsingar um stærstu hluthafa félagsins eru skoðaðar sést að Íslandsbanki seldi einnig bréf í Icelandair nýverið, en hlutur bankans hefur lækkað um rúmlega 25 milljón hluti, eða um 200 milljónir króna.
Þeir hluthafar sem hafa bæst við, auk LSR, eru sjóðirnir Stefnir ÍS 5 og Stefnir ÍS 15, sem hafa aukið hlut sinn um 107 milljón hluti og MP banki sem hefur keypt tæplega 90 milljón hluti. Þó skal þess getið að aðrir eigendur geta verið að bréfunum sem eru skráð á MP banka, svo sem með framvirkum samningum.
Úr þessum viðskiptum standa eftir um 36 milljón hlutir sem minni hluthafar keyptu og ekki er hægt að sjá á listanum yfir 20 stærstu hluthafana.