Markaður fyrir sölu á vinnuvélum og vörubílum er ennþá nánast steindauður og ekki er gert ráð fyrir breytingu þar á fyrr en í fyrsta lagi árið 2014. Þetta segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má hér á mbl.is í dag.
Egill segir að ekki líti út fyrir að ríkið fari í neinar framkvæmdir eða fjárfestingar fyrr en það nái jákvæðum afgangi í fjárlögum og því sé ekki hægt að gera ráð fyrir neinni uppsveiflu fyrr en á fyrrgreindu ári. „Meðan ríkið er ekkert að gera, þá mun þessi bransi ekki ná sér á strik.“