Segir bílasölu enn langt undir meðaltali

Bílasala í ár gæti orðið 7.800 til 8.000 bílar, en það er heldur meira en spáð var í byrjun árs. Þetta er meðal þess sem Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir í þættinum Viðskiptum með Sigurði Má hér á mbl.is í dag.

Hún er þó enn nokkuð undir 40 ára langtímameðaltali sem Egill segir vera um 10 þúsund bíla á ári, þrátt fyrir að mikil fólksfjölgun hafi átt sér stað. 

Mikið hefur verið rætt um að aukning í bílaleigu skýri þennan vöxt, en Egill segir að svo sé ekki í ár. Hlutfallslega hafi vöxturinn verið mestur hjá einstaklingum. Sala bílaleigubíla sé nú um 15 til 20%, en hafi áður verið allt að 60% af heildarbílasölu. Hann segist þó hræddur um að niðurfelling vörugjalda á bílaleigubíla muni draga enn frekar úr sölu bíla á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK