Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga sigraði í flokki íslenskra fyrirtækja í þremur flokkum í frumkvöðlasamkeppni Norðurlanda, Nordic Start-up Awards. Meniga var útnefnd sprotafyrirtæki ársins, hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á alþjóðlegum markaði auk þess sem Georg Lúðvíksson, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hlaut nafnbótina stofnandi ársins.
Sambærileg verðlaun voru einnig veitt í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Sigurvegarar hvers lands fyrir sig koma til álita við val á fyrirtæki ársins á Norðurlöndum. Mörg þekkt fyrirtæki tóku þátt í samkeppninni. Má þar nefna DataMarket á Íslandi, Podio í Danmörku, Spotify í Svíþjóð og iZettle, einnig í Svíþjóð.
Alls voru flokkarnir 10, en þeir sem hlutu einnig útnefningu voru eftirfarandi:
Haft er eftir Georg Lúðvíkssyni hjá Meniga að það sé „hvetjandi að fá viðurkenningu fyrir þann árangur sem náðst hefur hjá Meniga á undanförnum árum. Fyrirtækið hefur vaxið hratt og náð góðri fótfestu á alþjóðlegum markaði þar sem við njótum góðs orðspors og erum álitin meðal þeirra fremstu á okkar sviði.“
Lokaathöfn og verðlaunaafhending fer fram 7. desember í Kaupmannahöfn, en þar gefst þeim sem voru útnefndir færi á að koma fram og kynna verkefnin.