Tillögur starfshóps um málefni Íbúðalánasjóðs voru lagðar fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun, en ákveðið var að fresta ákvörðunum um málið fram til næstkomandi þriðjudags. Þetta sagði Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, í samtali við mbl.is.
Starfshópurinn hafði það markmið að skoða stöðu Íbúðalánasjóðs með tilliti til eiginfjárstöðu hans. Aðspurður um hvort rætt hefði verið um útgáfu óverðtryggðra lána sagði Guðbjartur að slíkt væri hluti af málinu, en að starfshópurinn hafi ekki skoðað það sérstaklega.