Svissneska endurtryggingafélagið Swiss Re áætlar að tryggingakröfur vegna fellibylsins Sandy nemi um 900 milljónum Bandaríkjadala, 114 milljörðum króna, á austurströnd Bandaríkjanna.
Swiss Re áætlar að tryggingatapið nemi alls 20-25 milljörðum evra. Varar Swiss Re við því að kröfur á hendur félaginu geti hækkað en Swiss Re endurtryggir önnur tryggingafélög.
Á annað hundrað manns létust þegar fellibylurinn reið yfir Bandaríkin og Kanada.