Hlutafé MP banka aukið um 2 milljarða

Höfuðstöðvar MP banka, Ármúla 13
Höfuðstöðvar MP banka, Ármúla 13 MP banki

Tveggja milljarða heimild til hlutafjáraukningar var samþykkt á hluthafafundi MP banka í morgun. Tilgangur hlutafjáraukningarinnar er að styðja við útlánavöxt sem bankinn segir stórt skref í átt að skráningu á verðbréfamarkað árið 2014.Mætt var fyrir nærri 90% hlutafjár og var heimild til hlutafjáraukningar samþykkt einróma.

Með samþykktinni var hlutafé bankans aukið úr 5,5 milljörðum í 7,5 milljarða. Eiginfjárgrunnur fer úr 4 í 6 milljarða og útlánageta bankans er aukin úr 25 í 50 milljarða. Haft er eftir Sigurði Atla Jónssyni, forstjóra MP banka að mikil aukning hafi verið í útlánum til fyrirtækja og að greinileg þörf sé fyrir samkeppni á þessum markaði.

„Með hlutafjáraukningunni hefur bankinn fjárhagslega getu til að bjóða nánast öllum fyrirtækjum landsins fjármögnun og getur tekið að sér stærri verkefni en áður. Þetta skiptir bæði miklu máli fyrir tilvonandi viðskiptavini en ekki síður fyrir bankann til að geta fylgt eftir vexti þeirra 3000 fyrirtækja sem nú þegar eru í viðskiptum við bankann“ segir Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður MP banka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK