Segir umfjöllunina villandi

Pétur Einarsson forstjóri Straums fjárfestingabanka.
Pétur Einarsson forstjóri Straums fjárfestingabanka. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Í kjölfar frétta í morgun um könnun sérstaks saksóknara  á meintri markaðsmisnotkun ALMC hf. (áður Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf.) vill Straumur fjárfestingabanki hf. koma því á framfæri að málið tengist ekki á nokkurn hátt bankanum. 

Segir Pétur Einarsson, forstjóri Straums fjárfestingabanka, í tilkynningu að bankinn hafi verið tengdur við rannsóknina án ástæðu. „Þrátt fyrir þessa augljósu staðreynd er ekki hægt að skilja umfjöllun sumra fjölmiðla öðruvísi en þannig að málið beinist að Straumi fjárfestingabanka hf. Í sumum fréttum hefur verið vísað í nafnið „Straumur“ og birtar myndir af merki Straums fjárfestingabanka hf. sem er allt annar aðili en sá sem málið beinist að.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK