45% lána Íbúðalánasjóðs á yfirveðsettum eignum

Stór hluti útlána Íbúðalánasjóðs er á eignum sem eru yfirveðsettar
Stór hluti útlána Íbúðalánasjóðs er á eignum sem eru yfirveðsettar mbl.is/Golli

Stór hluti lána Íbúðalánasjóðs er á yfirveðsettum eignum. Þetta kemur fram í skýrslu IFS greiningar á mati á áhættu og eiginfjárþörf sjóðsins. Tæplega 45% af lánum sjóðsins eru þannig á eignum þar sem veðsetningarhlutfallið, miðað við fasteignamat, er yfir 100%. 

Fram kemur að uppreiknaðar eftirstöðvar útlána sjóðsins eru rúmlega 827 milljarðar króna.  Þar af eru um 299 milljarðar á eignum sem eru með veðsetningu yfir 110% og 72 milljarðar á eignum með veðsetningu á milli 100 og 110%. Heildarlánsupphæð sem er umfram 100% veðsetninguna er um 80 milljarðar, eða tæplega 10% af heildarútlánasafni sjóðsins.

IFS vísar sérstaklega til þessa máls í skýrslunni, en þar segir: „IFS vekur sérstaka athygli á hversu stór hluti af útlánasafni sjóðsins hvílir á fasteignum þar sem heildarvirði sérhvers útláns er hærra en fasteignamat viðkomandi eignar.“

Dreifing veðandlaga Íbúðalánasjóðs miðað við fasteignamat. Hlutfallað á einstök veðsetningarbil …
Dreifing veðandlaga Íbúðalánasjóðs miðað við fasteignamat. Hlutfallað á einstök veðsetningarbil og hins vegar veðhlutfall hvers heimilis. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK