Grunnur að vanda Íbúðalánasjóðs lagður 2004

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður mbl.is/Golli

Vandi Íbúðalána­sjóðs er ekki nýtil­kom­inn en grunn­ur að hon­um var lagður árið 2004 þegar gerð var kerf­is­breyt­ing á sjóðnum. Þetta er mat IFS grein­ing­ar sem tel­ur að leggja þurfi sjóðnum til aukið fé á næstu árum.

Nefnd á veg­um fjár­málaráðuneyt­is­ins fór þess á leit við IFS grein­ingu að meta áhættu í rekstri Íbúðalána­sjóðs og eig­in­fjárþörf hans til næstu ára.

IFS grein­ing seg­ir að grunn­ur að vanda Íbúðalána­sjóðs hafi verið lagður árið 2004 með kerf­is­breyt­ingu  sem þá var gerð á sjóðnum. „Frá þeim tíma hef­ur sjóður­inn verið með opna vaxta­áhættu/​upp­greiðslu­áhættu sem lýs­ir sér í að skuld­ir sjóðsins eru óupp­greiðan­leg­ar meðan út­lán sjóðsins eru það ekki. Þessi áhætta er stærsta áhætta sjóðsins að mati IFS. Jafn­framt hef­ur ÍLS kynnst þeim vanda­mál­um sem fall bank­anna, geng­is­fall krón­unn­ar og meðfylgj­andi efna­hagsþreng­ing­ar hafa valdið lánþegum. Van­skil hafa auk­ist og eru marg­föld sem hlut­fall af heild­ar­eign­um frá því sem áður var, fulln­ustu­eign­um hef­ur fjölgað hratt og stefn­ir allt í að þeim fjölgi enn­frek­ar. Fram­lög á af­skrifta­reikn­ing út­lána hafa verið veru­leg frá hruni 2008, líkt og hjá öðrum lána­fyr­ir­tækj­um hér á landi, þótt end­an­lega af­skrifuð út­lán séu enn sem komið er til­tölu­lega lág fjár­hæð en fer hækk­andi.“

Eig­in­fjár­hlut­fall Íbúðalána­sjóð var við árs­hluta­upp­gjör í lok júní 2012 aðeins 1,4%, sam­an­borið við lög­bundið lág­mark upp á 4% og 5% lang­tíma mark­mið. IFS grein­ing seg­ir að nú­ver­andi eig­in­fjár­stöðu þurfi að leiðrétta með eig­in­fjáraukn­ingu frá rík­is­sjóði.

IFS grein­ing seg­ir að ný­samþykkt lög um hús­næðismál hafi markað stefnu, hlut­verk og til­gang sjóðsins til framtíðar, en þau hafi jafn­framt þrengt að rekstr­ar­hæfi hans. Mik­il óvissa er því um af­komu sjóðsins á næstu árum en flest bend­ir til, að öðru óbreyttu, að hann muni skila rekstr­artapi sem leiðir til auk­inn­ar þarfar á viðbót­ar eig­in­fjár­fram­lagi. Stofn­fé sjóðsins hef­ur verið aukið um 33 millj­arða og fyr­ir ligg­ur að hann þurfi á enn frek­ara fram­lagi að halda.

Van­skil sjóðsins eru mik­il og und­ir­liggj­andi höfuðstóll lána sem eru að hluta til í van­skil­um er um 15-20% af heild­ar­út­lán­um. Mat IFS er að auka þurfi fram­lag á af­skrifta­reikn­ing út­lána, einkum vegna út­lána til ein­stak­linga. Þá þarf að fara fram nán­ari skoðun á út­lán­um til lögaðila.

Það er mat IFS að nauðsyn­leg fyrstu skref til að gera sjóðinn að sjálf­bærri og arðsamri rekstr­arein­ingu séu:
 Fulln­ustu­eign­ir sjóðsins eru nokkuð yfir 2.000 og fer fjölg­andi. Fulln­ustu­eign­ir og til­svar­andi hlut­fall af skuld­um sjóðsins verða flutt­ar yfir til fé­lags í eigu og með fjár­hags­lega ábyrgð rík­is­ins.
 Tryggja þarf sam­ræmi og sveigj­an­leika á eign­um og skuld­um til að mæta þeim markaðsaðstæðum sem upp geta komið hverju sinni án telj­andi vand­kvæða, s.s. breyt­ing­um á markaðsvöxt­um og upp­greiðslu­hraða út­lána. Hluti af þess­ari aðgerð væri að loka fyr­ir frek­ara fjár­hagstjón vegna hugs­an­legra upp­greiðslna.
 Auka þarf strax, en a.m.k. á næstu 2-3 árum, virðisrýrn­un út­lána, en sam­hliða þarf að und­ir­búa og kynna fyr­ir málsaðilum að þá fjár­hæð get­ur þurft að end­ur­skoða og þá frek­ar til hækk­un­ar en lækk­un­ar.
 Fara þarf í sér­stak­ar hagræðing­araðgerðir með það að leiðarljósi að lækka kostnað og auka tekj­ur að því marki sem hægt er. Koma þarf van­skil­um í skil og veita svig­rúm til samn­inga.
 Þessi skref eru mik­il­væg í þeim til­gangi að vinna á þeim mikla vanda sem sjóður­inn er í nú. Lík­legt er að þau muni duga en vegna mik­ill­ar óvissu um út­færslu ein­stakra mála og þróun ytri aðstæðna eru þau mögu­lega ekki nægj­an­leg til að tryggja af­komu sjóðsins um ókomna tíð. Eft­ir stæði hins­veg­ar sjóður með mun meiri vissu um hver raun­veru­leg staða hans væri til framtíðar og á sama tíma geta hans til að upp­fylla mark­mið eig­anda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK