Segir vanda Íbúðalánasjóðs ná til 2001

Már Wolfgang Mixa
Már Wolfgang Mixa

Vandi Íbúðalánasjóðs nær aftur til ársins 2001 en ekki 2004 þegar byrjað var að bjóða upp á 90% húsnæðislán. Þetta segir Már Wolfgang Mixa í pistli sínum hér á mbl.is, en hann telur að vandamál sjóðsins nái alla leið aftur til ársins 2001. Þá hafi sjóðurinn þegar verið farinn að skapa verðbólgu og verið farinn að „breytast í hraðbanka“.

Í skýrslu IFS greiningar, sem kom út fyrr í dag, segir að grunnur að vanda sjóðsins hafi verið lagður árið 2004 þegar gerð var kerfisbreyting á honum.

Már vitnar í pistlinum í grein sína frá árinu 2001 þar sem hann bendir á litla hvata til ráðdeildar og sparnaðar. Þá hafi letjandi kerfi vaxtabóta, ásamt eignaskatti, orsakað að þeir „einstaklingar sem sýna skynsemi í því að lágmarka skuldir sínar lenda í þeirri stöðu að fjármagna að hluta til skuldasöfnun hinna“.

Pistilinn má lesa í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK