Dagvara og flug helstu hækkunarvaldar

Dagvara var mesti hækkunarvaldur verðbólgunnar í nóvember.
Dagvara var mesti hækkunarvaldur verðbólgunnar í nóvember. Jim Smart

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3% í nóvember frá fyrri mánuði. Árstaktur verðbólgunnar fer því úr 4,2% í október upp í 4,5% í nóvember. Spár greiningaraðila lágu á bilinu 0 til 0,3% hækkun, að því er fram kemur í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka. Fram kemur að mestu hækkunarvaldar hafi verið flugfargjöld auk mats og drykkjar. Lækkun heimsmarkaðsverðs á eldsneyti hafði mest áhrif til lækkunar í þetta skiptið.

Greiningardeildin segir að tölurnar beri með sér að gengisveiking krónunnar frá því í ágúst sé að koma inn af nokkrum krafti, en síðustu tvö ár hefur verðbólgan haft hægt um sig í nóvembermánuði. Gengisáhrifin voru u.þ.b. 0,22% að þessu sinni og koma þau helst fram í hærra verði á mat og drykkjarvörum, bílum, húsgögnum og lyfjum.

Í síðasta mánuði mældust jafnframt þónokkur gengisáhrif og eru því nú komnar tvær mælingar í röð sem bera klárlega merki þess efnis að veiking krónunnar er að skila sér í dýrari matarkörfu til neytenda. Þrátt fyrir að krónan hafi verið nokkuð stöðug frá því í október telur greiningardeildin að frekari gengisáhrif komi fram á næstu mánuðum, eins og sjá má í bráðabirgðaspá bankans. Þar er gert ráð fyrir 0,4% verðbólgu í desember, 0,2% í janúar og 0,8% í febrúar þegar áhrif útsöluloka koma sterk inn.

Áhrifavaldar verðbólgu í nóvember
Áhrifavaldar verðbólgu í nóvember Arion banki
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK