Meira en helmings lækkun frá 2008

Fyrirhugaðar lóðir við Desjamýri
Fyrirhugaðar lóðir við Desjamýri

Mosfellsbær kynnti í dag lækkun á lóðaverði fyrir atvinnuhúsnæði. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri sagði á fundi í dag að verið væri að gefa 35 til 50% afslátt af gatnagerðagjöldum auk þess að fella niður byggingarréttargjöld, sem hann segir að minnki almennt gegnsæi í lóðaverði. Á fundinum kom fram að sem dæmi myndi þessi lækkun þýða að minni lóðirnar í Desjamýri væru nú á um 25 milljónir í stað 55 milljóna árið 2008.

Haraldur segir að svæðin tvö séu nokkuð ólík, þó þau séu bæði hugsuð sem atvinnusvæði. Sunnukrikinn sé alveg upp við Vesturlandsveginn og verði hluti af miðbæjarsvæði bæjarins, meðan Desjamýrin sé upp meðfram Lágafelli, en þó ekki lengra frá höfuðborginni. Sunnukrikinn er að sögn Haralds hugsaður fyrir verslun og þjónustu en Desjamýrin býður upp á fjölbreyttari möguleika atvinnuhúsnæðis. Samtals stærð húsnæðis á lóðunum 14 er um 46 þúsund fermetrar, en á lóðunum við miðbæinn er gert ráð fyrir að hver bygging sé á bilinu 5 til 6 þúsund fermetrar.

Margir ofmeta fjarlægðina frá Reykjavík til Mosfellsbæjar að mati Haraldar og nefndi hann í því samhengi að mörg af þeim atvinnusvæðum sem væru að byggjast upp í suðurhluta höfuðborgarsvæðisins væru fjær Reykjavík en þau svæði sem nú ætti að byggja upp í Mosfellsbæ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK