Verðbólgan 4,5%

Verð á dagvöru hækkaði í nóvember
Verð á dagvöru hækkaði í nóvember mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Vísi­tala neyslu­verðs hækkaði um 0,32% í nóv­em­ber frá fyrra mánuði. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis hækkaði um 0,37% frá októ­ber. Er það við hærri mörk sem grein­ing­ar­deild­ir höfðu spáð.

Verð á bens­íni og dísi­lol­íu lækkaði um 2,9% (vísi­tölu­áhrif -0,17%) en verð á dag­vör­um hækkaði um 0,8% (0,13%) og verð á flug­far­gjöld­um til út­landa hækkaði um 8,3% (0,13).

Innlegnd­ar vör­ur og græn­meti hafa hækkað um 6,6%

Síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 4,5% og vísi­tal­an án hús­næðis um 5,2%. Hef­ur verðbólga mæld á tólf mánaða tíma­bili ekki verið jafn mik­il síðan í júlí er hún mæld­ist 4,6%.

Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 1,4% sem jafn­gild­ir 5,6% verðbólgu á ári (7,5% verðbólgu á ári fyr­ir vísi­töl­una án hús­næðis), seg­ir í frétt á vef Hag­stofu Íslands.

Und­an­farna tólf mánuði hafa bú­vör­ur og græn­meti hækkað um 7,1% í verði og inn­lend­ar vör­ur og græn­meti hafa hækkað um 6,6%. Inn­lend­ar vör­ur án bú­vöru hækkuðu um 6,2% síðasta árið en inn­flutt­ar vör­ur hafa hækkað um 3,6% síðstliðna tólf mánuði. Hækk­un dag­vöru á sama tíma­bili nem­ur 6,1%.

Verðbólg­an nú er í sam­ræmi við spár markaðsaðila en þeir reikna með að verðbólga á fjórða fjórðungi þessa árs verði 4,5% og 4,2% á fyrsta fjórðungi næsta árs, sam­kvæmt vænt­inga­könn­un Seðlabanka Íslands sem var birt þann 19. nóv­em­ber sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK