Fengu öll úthlutun

Forsvarsmenn Eski Tech með RemindMe lyfjaskömmtunarbúnaðinn
Forsvarsmenn Eski Tech með RemindMe lyfjaskömmtunarbúnaðinn

Öll fjögur fyrirtækin sem tóku þátt í Startup Reykjavík í sumar og sóttu um styrk til Tækniþróunarsjóðs fengu úthlutað styrk úr sjóðnum og boð um að ganga til samninga við Tækniþróunarsjóð. Þrjú fyrirtækjanna fengu úthlutað verkefnastyrk, en þau eru Cloud Engineering, Designing reality og Eskitech. Fyrirtækið When Gone fékk frumherjastyrk. Þetta kemur fram í tilkynningu um málið. Ekki liggur fyrir hver endanleg upphæð styrkjanna verður en að öllu jöfnu eru verkefnastyrkir um 10 milljónir króna á ári en frumherjastyrkir um 5 milljónir króna.

Startup Reykjavík er viðskiptasmiðja sem Arion banki ásamt Innovit og Klak stóð fyrir síðastliðið sumar. Þar fengu 10 viðskiptateymi sprotafjármögnun frá Arion banka í formi hlutafjár auk leiðsagnar og ráðgjafar frá yfir 50 einstaklingum úr viðskipta- og háskólasamfélaginu. 

Tækniþróunarsjóður hefur samkvæmt fjárlögum 2011 yfir að ráða 725 milljónum til að styrkja nýsköpunarverkefni. „Að öll fjögur fyrirtækin sem sóttu um hjá Tækniþróunarsjóði fái styrk er góð vísbending um að vel hafi verið að verki staðið. Samspil einkafjármagns og opinbers er hér að virka með góðum hætti“ er haft eftir Einari Gunnari Guðmundssyni, sérfræðingi Arion banka um frumkvöðla- og nýsköpunarmál.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK