Gjaldeyrishöftin hérlendis eru með þeim ströngustu sem finnast og eru ekki ósvipuð því sem er í gangi í Kína. Þetta segir Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má hér á mbl.is
„Það sem gerist innan svona haftakerfis er að fjárfestingin verður nánast engin“ segir Heiðar, en hann nefnir að sjávarútvegurinn, ferðaþjónustan og stóriðjan hafi öll fundið fyrir þessu og að fjárfesting í þessum greinum sé mun minni en ef ekki væru höftin.