Gríðarlegir möguleikar vegna aukins samstarfs við Grænland

Miklir möguleikar eru fyrir Íslendinga á arðsömum verkefnum, svo sem með auknu samstarfi við Grænland á sviði heilbrigðismála, skipa- og flugflutninga og verkfræði. Þetta segir Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má hér á mbl.is. 

Hann segir að þekking Íslendinga á að halda úti hagkerfi á norðurslóðum sé mikils virði og að samstarf milli Grænlands og Íslands geti verið mjög arðbært. Meðal annars vegna alþjóðlegra flug- og skipasamgangna til og frá Grænlandi og aðstoðar við uppbyggingu í þungaiðnaði og samgöngumannvirkjum. Gjaldeyrishöftin geri það aftur á móti erfitt, en hægt væri að opna þau að litlu leyti og leyfa fjárfestingu og flutninga fjármagns milli landanna.

Tífalt raforkuverð

Heiðar nefnir einnig mögulega lagningu rafmagnssæstrengs til meginlands Evrópu. Hann telur það bæði geta verið arðbært, sem og aukið orkuöryggi hérlendis. „Segjum að á nóttunni værum við ekki að selja rafmagn en á daginn værum við að selja. Miðað við orkuþörfina í Evrópu er hún langmest yfir hádegið. Þá getum við alltaf afhent orku á þessum hátíma og það er tífalt verð miðað við það sem við erum að selja hana á í dag.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK