Kröfur í þrotabú Glitnis nema nú um 2460 milljörðum, en það er 1600 milljörðum umfram eignir, sem voru í lok september 872,3 milljarðar. Þetta kom fram á fundi slitastjórnar Glitnis í morgun. Eignasafnið hækkaði á þriðja ársfjórðungi um 10,5 milljarða sem aðallega skýrist af veikingu krónunnar og auknu virði eignasafnsins. Heildarupphæð krafna dróst aftur á móti saman um tæplega 50 milljarða og var það vegna lagfæringa á kröfusafni og vegna krafna sem hafa verið dregnar til baka.