Munu reyna að plata Íslendinga

Slæm áhrif gjaldeyrishaftanna, varúðarorð vegna erlendra vogunarsjóða, tækifæri í samstarfi við Grænland og slæm skuldastaða fyrirtækja og sveitarfélaga vegna glataðra samningatækifæra. Þetta er meðal þess sem Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, ræðir í nýjasta þættinum af Viðskipti með Sigurði Má hér á mbl.is

„Hvernig er hægt að vinna á skuldum. Það er annars vegar með því að auka tekjurnar og borga hraðar niður eða endursemja um skuldirnar. Því miður er það þannig að menn hafa gert hvorugt.“ Heiðar gagnrýnir innlend sveitarfélög og fyrirtæki fyrir að hafa ekki samið við erlenda lánardrottna. Nefnir hann sem dæmi að hvorki Orkuveitan né Hafnarfjarðarbær hafi endursamið um skuldirnar, nema að í tilfelli Hafnarfjarðar hafi verið lengt í skuldunum og betri veð veitt. Með þessu sé verið að fresta vandanum, en ekki leysa hann og þar með sé reikningnum velt yfir á borgarana.

Heiðar segir að að sama skapi þurfi að passa að erlendir vogunarsjóðir, kröfuhafar föllnu bankanna, nái ekki að plata ráðamenn hérlendis í að gera slíkt hið sama vegna bankanna. Hann segir þá vera atvinnumenn í þessum málum sem muni reyna að plata Íslendinga með lagaklækjum og því þurfi ráðamenn að stíga varlega til jarðar varðandi aðstoð við innlenda aðila. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK