Gera ekki athugasemdir við vinnubrögð

Víglundur Þorsteinsson og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hans.
Víglundur Þorsteinsson og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hans. mbl.is/Kristinn

Fjár­mála­eft­ir­litið ger­ir ekki at­huga­semd­ir við starfs­hætti Ari­on banka í tengsl­um við end­ur­skipu­lagn­ingu og síðar gjaldþrot B.M. Vallár hf. Þetta er niðurstaða at­hug­un­ar eft­ir­lits­ins sem birt var í gær.

Víg­lund­ur Þor­steins­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður B.M. Vallár. óskaði eft­ir því að FME myndi skoða starfs­hætti bank­ans en á blaðamanna­fundi hinn 20. ág­úst sagði Víg­lund­ur að stjórn­völd hefðu ekki farið eft­ir regl­um neyðarlag­anna og Ari­on banki mis­munaði skuldu­naut­um sín­um í upp­gjöri við bank­ann eft­ir efna­hags­hrunið. „Lík­legt er að ráðherr­ar í rík­is­stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur og Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, ein­stak­ir starfs­menn nýju bank­anna  á blaðamanna­fund­in­um.

Sjá frétt mbl.is - Víg­lund­ur ósk­ar eft­ir rann­sókn FME

„FME óskaði eft­ir upp­lýs­ing­um og sjón­ar­miðum Ari­on banka hf. vegna máls­ins. Meðal þess sem óskað var eft­ir voru upp­lýs­ing­ar um verklag bank­ans og viðmið sem lögð voru til grund­vall­ar við mat á því hvort samþykkja ætti end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­hags skuld­ara eða hvort fara ætti fram á gjaldþrota­skipti. Bæði var óskað eft­ir al­menn­um upp­lýs­ing­um um fram­an­greint og sér­stak­lega í tengsl­um við B.M. Vallá hf.

Einnig var óskað eft­ir upp­lýs­ing­um og sjón­ar­miðum bank­ans vegna um­fjöll­un­ar um að samn­ing­ur milli „gamla Kaupþings“ og Nýja Kaupþings banka hf. um skil­yrt­an virðis­rétt, eða viðauk­ar við þann samn­ing, hafi inni­haldið upp­taln­ingu á fyr­ir­tækj­um sem fyr­ir­fram hafi verið ákveðið að krefjast gjaldþrota­skipta yfir óháð því hvort lík­legt væri að fjár­hags­leg end­ur­skipu­lagn­ing væri mögu­leg.

Svör Ari­on banka hf. við fyr­ir­spurn­um FME voru ít­ar­leg og studd viðeig­andi gögn­um. Kom þar m.a. fram lýs­ing á til­raun­um til end­ur­skipu­lagn­ing­ar fjár­hags B.M. Vallár hf. ásamt um­fjöll­un um aðdrag­anda gjaldþrots þess þegar til­raun­ir til end­ur­skipu­lagn­ing­ar höfðu ekki borið til­ætlaðan ár­ang­ur.

Ari­on banki hf. hafnaði því að samn­ing­ur bank­ans við „gamla Kaupþing“ um skil­yrt virðis­rétt­indi hafi inni­haldið lista yfir fé­lög sem fyr­ir­fram hafi verið ákveðið að gera gjaldþrota og rök­studdi bank­inn þá af­stöðu.

Að lok­inni yf­ir­ferð þeirra gagna sem bár­ust frá Ari­on banka hf. var það niðurstaða FME að ekki væri til­efni til at­huga­semda við starfs­hætti bank­ans í tengsl­um við til­raun­ir til end­ur­skipu­lagn­ing­ar og síðar gjaldþrot B.M. Vallár hf. Þá tel­ur FME að ekk­ert í þeim gögn­um sem eft­ir­litið yf­ir­fór við at­hug­un­ina renni stoðum und­ir full­yrðing­ar þess efn­is að áður­nefnd­ur samn­ing­ur um skil­yrt virðis­rétt­indi hafi inni­haldið lista yfir fyr­ir­tæki sem fyr­ir­fram hafi verið ákveðið að krefjast gjaldþrota­skipta á.

Að teknu til­liti til fram­an­greinds hef­ur FME lokið at­hug­un á starfs­hátt­um Ari­on banka hf. í tengsl­um við end­ur­skipu­lagn­ingu og síðar gjaldþrot B.M. Vallár hf. án at­huga­semda,“ seg­ir á vef FME.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK