Tchenguiz að selja sjoppur

Robert Tchenguiz
Robert Tchenguiz

Breski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz er nálægt því að selja Welcome Break vegasjoppur sínar en fyrirtækið er metið á um 300 milljónir punda, 61 milljarð króna.

Er salan liður í fjárhagslegri endurskipulagningu Tchenguiz en hann er afar skuldsettur, samkvæmt frétt Shoropshire Star.

Er bandaríska fjárfestingafyrirtækið M3 Capital Partners, nefnt sem mögulegur kaupandi en Welcome Break rekur níu vegasjoppur. Tchenguiz keypti Welcome Break á uppgangstímum fyrir hrun en hann var afar umsvifamikill í viðskiptum í Bretlandi og víðar á þeim tíma. Þegar Kaupþing féll var hann stærsti skuldari bankans, skuldaði um 230 milljarða króna.

Andvirði sölunnar á vegasjoppunum mun renna til Royal Bank of Scotland, lánveitanda fyrirtækis Tchenguiz's, R20.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK