Þrátt fyrir heldur minni jólabjórsölu eru nokkrar tegundir nú þegar orðnar uppseldar hjá birgjum. Samkvæmt upplýsingum frá Vínbúðinni eru Giljagaur, Ölvisholt Jólabjór, Mikkeller Red White Christmas og Doppel Bock Jólabjórinn búnir hjá birgjum og ekki er væntanlegt meira magn af þeim fyrir þessi jól. Hugsanlega leynast þó enn í hillum einhver eintök sem ekki hafa selst.
Jólabjórinn virðist því enn vera vinsæll, þrátt fyrir að sölutölur sýni fram á minni sölu jólabjórs í ár en í fyrra.