Fjármagnshöftin skaða til langtíma

Lars Christensen, forstöðumaður hjá greiningardeild Danske Bank
Lars Christensen, forstöðumaður hjá greiningardeild Danske Bank Styrmir Kári

Fjármagnshöftin munu hafa mjög neikvæð langtíma áhrif á fjárfestingar hér á landi og best er að aflétta þeim eins hratt og mögulegt er. Þetta segir Lars Christensen, forstöðumaður hjá greiningardeild Danske Banka, í samtali við mbl.is, en hann kynnti nýja greiningu bankans í morgun.

„Ég hef ekki miklar áhyggjur af lágu fjárfestingahlutfalli á næstu tveimur árum. Það sem ég legg þó áherslu á er að óvissan um fjármagnshöftin hefur áhrif til langtíma á erlenda fjárfestingu. Ég tel það gott fyrir efnahaginn að aflétta þeim eins hratt og mögulegt er til að tryggja fjárfestingu.“ Christensen segir að áhugi sé mikill á Íslandi, enda vaxtastig hátt meðan það sé á mörgum stöðum í kringum núllið. Það snúi þó margir við þegar þeir heyri um höftin.

Fjárfestar snúa við

„Ég hef mikinn áhuga á Íslandi sem fjárfestingakosti, en það séu þó uppi spurningamerki vegna stöðunnar. Margir fjárfestar snúa sér strax við þegar þeir heyra það, en aðrir fjárfesta minna en ella og því augljóst að þetta atriði skiptir miklu máli“ segir hann. Aðspurður um það ferli sem sé í gangi núna varðandi afnámið segir hann að stjórnvöld einblíni of mikið á neikvæðu hliðarnar. „Ég hef trú á því að bæði ríkisstjórnin og Seðlabankinn vilji losa sig við höftin, en ríkisstjórnin og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hugsa aðeins um neikvæðar hliðar afnámsins, í stað þess að horfa á langtímahag þess.“

Hann talaði einnig fyrir nánari aðgerðaáætlun um afnámið, en tók jafnframt fram að hann teldi slíkt vera meiri pólitíska ákvörðun frekar en á ábyrgð Seðlabankans. 

Aðspurður hvort hann telji að fjármagnshöftin hafi aðstoðað við uppbyggingu hérlendis eftir hrunið segir Christiansen að hann geti ekki sagt til um það. Veiking krónunnar hafi aftur á móti hjálpað mjög mikið og sé ástæðan fyrir því hversu vel hafi gengið upp hjá okkur varðandi endurreisn. Í ræðu sinni gekk hann jafnvel svo langt að segja að veiking krónunnar hafi bjargað Íslendingum, annars væri þjóðin dauð í dag.

Frá fundinum í morgun
Frá fundinum í morgun Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK