Lífeyrissjóðir í þrot ef ekkert er gert

Á ríkissjóði hvílir um 400 milljarða skuldbinding vegna lífeyrisréttinda, meðal …
Á ríkissjóði hvílir um 400 milljarða skuldbinding vegna lífeyrisréttinda, meðal annars vegna B-deildar LSR og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga Styrmir Kári

Á ríkissjóði hvílir um 400 milljarða skuldbinding vegna lífeyrisréttinda og engar sérstakar aðgerðir virðast í gangi til að bregðast við þeirri stöðu. Ef ríkissjóður stendur ekki við skuldbindingar sínar mun B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga stefna í þrot árið 2026.  Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein Ara Skúlasonar hagfræðings í Þjóðhag, Hagspá Hagfræðideildar Landsbankans.

Í greininni bendir Ari á að ef ákveðið væri að greiða um næstu áramót þessa 400 milljarða sem ríkið skuldar lífeyrissjóðum ríkisstarfsmanna, og fjármagna með útgáfu skuldabréfs á hagstæðum kjörum, þyrfti ríkið að leggja fram meira en 8% af áætluðum heildartekjum sínum í 20 ár til að standa undir greiðslunum.

Iðgjöld til sjóðanna nægja ekki

Ríkissjóður er samkvæmt lögum ábyrgur fyrir skuldbindingum B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga. Ari segir í greininni að lengi hafi verið ljóst að iðgjöld til þessara sjóða nægðu ekki til að mæta áunnum réttindum sjóðfélaga. Um síðustu áramót námu heildarlífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs 531,5 milljörðum króna, en á móti námu fyrirframgreiðslur ríkissjóðs til sjóðanna 158,5 milljörðum. Það þýðir að hreinar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs námu 373 milljörðum í árslok 2011.

Ári fyrr námu hreinar lífeyrisskuldbindingar 345,1 milljarði króna og nam því hækkun hreinna lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs 27,9 milljörðum á árinu 2011. Heildarhækkun hreinna skuldbindinga nam 37,7 milljörðum, en á móti greiddi ríkissjóður 9,8 milljarða til lífeyrissjóðanna og nam því hækkun heildarskuldbindinganna 27,9 milljörðum.

Ekki verið að vinna á vandanum

Segir Ari að sé gengið út frá því að hækkunin á þessu ári verði svipuð og síðast má ætla að hreinar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs verði um 400 milljarðar króna um næstu áramót. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri fyrirframgreiðslu af hálfu ríkisins sökum þessara skuldbindinga eins og gert var á tímabili fyrir nokkrum árum og er vísað til erfiðrar stöðu ríkissjóðs í því sambandi. Staða þessara mála er alvarleg þar sem B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga stefna í þrot á árinu 2026, eða eftir 14 ár, verði ekkert að gert.

Greinina má lesa í heild hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK