Framlag sjávarútvegsins 27,1% af landsframleiðslu

Framlag sjávarútvegs og tengdra greina í sjávarklasanum er um 27,1% …
Framlag sjávarútvegs og tengdra greina í sjávarklasanum er um 27,1% af landsframleiðslu mbl.is/Rax

Framlag sjávarútvegs og tengdra greina í sjávarklasanum er um 27,1% af vergri landsframleiðslu árið 2011. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Íslenska sjávarklasans sem ber titilinn Efnahagsleg umsvif og afkoma sjávarklasans á Íslandi 2011. Skoðað er framlag sjávarútvegsins í formi beins og óbeins framlags, eftirspurnaráhrifa. Í sambærilegri athugun sem Íslenski sjávarklasinn gerði í fyrra var þetta hlutfall áætlað um 26% árið 2010. 

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að árið 2011 var gott þegar á heildina er litið fyrir fyrirtæki í klasanum. Einna mestur vöxtur hefur orðið í tæknifyrirtækjum í sjávarklasanum. Áætlað er að velta þessara fyrirtækja hafi aukist um 15% á árinu 2011 í samanburði við árið 2010. Þá eru ýmis merki um að vöxtur í iðnaði tengdum fullvinnslu afurða og líftækni hafi orðið um 10-15% en gera má ráð fyrir að sá vöxtur verði meiri á komandi misserum miðað við þær áætlanir sem ýmis fyrirtæki á þessu sviði hafa uppi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK