Húsnæðið tómt í 18 mánuði

Austurbygging Orkuveituhússins hefur staðið auð síðasta eitt og hálft árið, en nokkrar tafir hafa verið á sölu þess. Þetta segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur í þættinum Viðskipti með Sigurði Má hér á mbl.is. Segir hann þetta vera eina hluta aðgerðaráætlunar, sem kallast Planið, sem ekki hefur gengið upp sem skildi.

Gert er ráð fyrir að Orkuveitan nái inn um 10 milljörðum með sölu eigna, svo sem hluta í Gagnaveitunni, HS veitum, Landsneti og með sölu á Perlunni. Engar nýfjárfestingar eru í sjónmáli, en Bjarni segir að Orkuveitan hyggist nú einbeita sér að skilgreindri kjarnastarfssemi og láta öðrum aðilum eftir óskilda starfssemi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka