Mun hækka sem nemur verðlagi

Verðskrá Orkuveitu Reykjavíkur mun hækka sem nemur verðlagi í framtíðinni, en slíkt ákvæði er í lánasamningi milli eigenda félagsins og Orkuveitunnar. „Okkur ber að láta gjaldskrá halda sínu verðgildi“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar í viðskiptaþættinum með Sigurði Má hér á mbl.is í dag.

Hann segir að þær miklu hækkanir sem hafi átt sér stað síðan aðgerðaráætlunin Planið var tekin upp skýrist af því að þar sé verið að ná upp verðlagsþróun síðan 2005 sem ekki hafi verið sett í verðið. Verðskráin verður áfram endurskoðuð á hálfs árs fresti með þessar breytingar í huga. Bjarni segir að rekstur félagsins sé nú kominn í ágætt horf og ekki líti út fyrir að hækka þurfi verð umfram verðlag á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka