OZ kynnir nýja tækni til að dreifa háskerpusjónvarpsefni

Guðjón Már Guðjónsson, stofnandi OZ, kynnti nýja vöru sem hann …
Guðjón Már Guðjónsson, stofnandi OZ, kynnti nýja vöru sem hann hefur unnið að í tæp þrjú ár. mbl.is/Golli

Guðjón Már Guðjónsson, stofnandi OZ, svipti hulunni af nýrri tækni til að streyma sjónvarpsefni yfir netið fyrir fullum sal í Kaldalóni í Hörpunni á þriðjudaginn.

Hann segir í samtali í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag að það styttist í markaðssókn til Norðurlandanna.

Hópur sem taki að sér að prófa tæknina, svokölluð betaprófun, verði stækkaður tvisvar fyrir jól og svo verulega eftir áramót, í framhaldi af því eigi að bjóða þjónustuna til sölu á Norðurlöndum. En tæknin virkar samt sem áður um allan heim. Þessar prófanir gefa fyrirtækinu færi á að bæta vöruna áður en hún fer í almenna sölu.

OZ hefur þróað nýja aðferðafræði við að dreifa sjónvarpsútsendingu í háskerpu á netinu. Fólk nýtir eftir sem áður sitt sjónvarp til að horfa á efnið. Dreifing er sögð hagkvæm.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK