Vaxtabætur skerðast við 4 milljóna eign

Tímabundin lækkun hlutfalls vegna útreiknings vaxtabóta er framlengt í nýjum …
Tímabundin lækkun hlutfalls vegna útreiknings vaxtabóta er framlengt í nýjum fjárlögum. mbl.is/Rax

Töluverðar breytingar verða á skattaumhverfi hérlendis, bæði til hækkunar og lækkunar, í desember ef áform ríkisstjórnarinnar ganga eftir með fjárlagafrumvarp ársins 2013. Í samantekt sem kynnt var á fundi KPMG í dag fór Alexander G. Eðvardsson, sviðstjóri skattasviðs, yfir breytingarnar, en meðal annars er áætlað að hækka virðisaukaskattþrep á gistiþjónustu, draga úr afslætti vörugjalda á bílaleigubifreiðar, lækka tryggingagjald og framlengja kolefnisgjald og tímabundna lækkun hlutfalls vegna útreiknings vaxtabóta.

Í samtali við mbl.is segir Alexander að hækkanirnar sem komi við ferðaþjónustuna vegi hvað þyngst í þessum efnum. Aftur á móti nefnir hann annað atriði sem lítið hafi verið rætt um og það er framhald breytingum sem voru gerðar vegna útreiknings vaxtabóta.

Tímabundin lækkun framlengd

Árið 2011 var miðað við að vaxtabætur færu að skerðast við um 7,1 milljóna eign einstaklinga og 11,4 milljóna króna eign hjóna. Þessi tala hækkar í samræmi við vísitölu, en í fyrra var ákveðið að lækka þetta hlutfall tímabundið niður í 4 milljónir á einstakling og 6,5 milljónir á hjón. Þetta þýðir að ef einstaklingur á meira 20% í eign sinni sem metin er á 20 milljónir byrja vaxtabæturnar að skerðast. Nú hefur verið ákveðið að framlengja þessar breytingum í 1 ár í viðbót.

Áður en þessi tímabundna lækkun var sett á gat eign einstaklingsins verið 64,5% í sömu íbúð. Eftir því sem verðmæti eignarinnar hækkar lækkar eignarhluturinn og í 35 milljóna eign getur einstaklingur aðeins átt tæplega 89% áður en skerðing hefst. Alexander segir að mögulega þurfi að yfirfara hlutverk vaxtabótakerfisins út frá þessari stöðu, en það komi aðeins þeim skuldugustu til aðstoðar og komi nú ekki lengur til móts við háar íbúðalánsgreiðslur flestra fasteignaeigenda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK