Huang Nubo segir stjórnvöld vera fordómafull

Huang Nubo segir íslensk yfirvöld mismununa á grundvelli kynþáttar
Huang Nubo segir íslensk yfirvöld mismununa á grundvelli kynþáttar Ernir Eyjólfsson

Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo segir íslensk yfirvöld mismuna á grundvelli kynþáttar og vísar þar til þeirrar meðferðar sem hann segist hafa fengið hér á landi eftir að hann kynnti áform sín um að fjárfesta á Grímsstöðum. Þetta kemur fram í viðtali við hann í breska blaðinu Financial Times í dag. 

Rakin er saga viðskipta Nubo hér á landi og segir hann að margar hindranir hafi verið í vegi hans. Þar kemur fram að áform hans um uppbyggingu á Grímsstöðum hafi vakið upp hörð viðbrögð og umræður hjá stjórnmálamönnum um hlutverk og stöðu erlendrar fjárfestingar í efnahag landsins með hliðsjón af öryggissjónarmiðum og mögulegra stórskipahafna.

Nubo segir að sér hafi verið tilkynnt að hann þurfi að sækja aftur um leyfi vegna erlendrar fjárfestingar, en það hafi honum aldrei verið tilkynnt áður. Hann hafi aftur á móti áður skilað inn öllum þeim gögnum sem til þarf og hafi aðeins heyrt af endurumsóknarkröfunni gegnum fjölmiðla. „Ég tel þetta vera mismunun á grunvelli kynþáttar þar sem ég er kínverskur,“ er haft eftir Nubo og bætir við að  „margir hafa fjárfest á Íslandi í gegnum tíðina, en enginn hefur verið meðhöndlaður eins og ég“.

Núna er Nubo að undirbúa mótmælabréf til ríkisstjórnarinnar þar sem hann óskar eftir skýru svari við því hvers vegna honum var meinað um fjárfestingu og hvaða skilyrði gætu hugsanlega verið til viðbótar þeim sem hann hefur uppfyllt. 

Efnisorð: Huang Nubo
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka