Aðrar leiðir en aðskilnaður

Seðlabankinn við Arnarhól.
Seðlabankinn við Arnarhól. mbl.is/Ernir

Til að lágmarka áhættuna af áföllum í bankarekstri fyrir þjóðarbúið kunna að vera aðrar leiðir færar en að ráðast í fullan aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka og „ekki endilega víst“ að sú leið sé sú besta.

Þetta kemur fram í umsögn Seðlabankans til efnahags- og viðskiptanefndar um þingsályktunartillögu um að Alþingi skipi nefnd er endurskoði skipan bankastarfsemi með það að leiðarljósi að leggja til aðskilnað í bankastarfsemi.

Í umsögn Seðlabankans er hins vegar bent á að „ekkert eitt viðskiptalíkan kom sérstaklega betur eða verr út úr kreppunni en annað“. Einnig segir bankinn að ekki sé rétt, eins og kemur fram í greinargerð með tillögunni, að svonefnd Volcker-regla í Bandaríkjunum gangi út á fullan aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka, heldur lúti hún fyrst og fremst að því að takmarka eigin viðskipti innlánsstofnana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK