Nokkrir lykilstarfsmenn Vodafone keyptu í félaginu við skráningu þess á markað. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar vegna viðskipta innherja. Samtals námu kaup forstjóra og lykilstjórnenda um 20 milljónum íslenskra króna og voru á sama gengi og í útboði félagsins, 31,5 krónur á hlut.
Eftirfarandi starfsmenn keyptu bréf í félaginu:
Ómar Svavarsson, forstjóri - 63.492 hlutir
Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri sölusviðs - 158.730 hlutir
Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs - 126.984 hlutir
Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs - 15.873 hlutir
Vilmundur Jósefsson, stjórnarmaður - 158.730 hlutir
Jóhann Másson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs - 15.873 hlutir
Svartá ehf, félag í eigu Vilmundar - 116.060 hlutir