Óli Valur Steindórsson, sem var forstjóri túnfiskeldisfyrirtækisins Umami, sem er með höfuðstöðvar í San Diego í Kaliforníu, hefur sagt upp störfum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Umami.
Túnfiskeldi sem Óli Valur hefur stýrt í Króatíu og Mexíkó hefur vakið mikla athygli en með því að einbeita sér að bláuggatúnfiski og breyta áherslum í þeirri ræktun hefur hagnaður fyrirtækisins verið mikill undanfarin ár.
Markaðsvirði Umami er í dag 84 milljónir Bandaríkjadala, 10,7 milljarðar króna, en reikna má með að ef fyrirtækið yrði selt í dag fengist mun hærri fjárhæð fyrir það þar sem brúttótekjur þess voru 100 milljónir dala á síðasta ári.