Þrír handteknir vegna Libor-málsins

Hayes starfaði meðal annars hjá UBS bankanum.
Hayes starfaði meðal annars hjá UBS bankanum. AFP

Þrír karlmenn voru handteknir í dag vegna gruns um að hafa á ólöglegan hátt haft áhrif á Libor-millibankavexti. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar. Mennirnir eru 33, 41 og 47 ára og voru færðir til yfirheyrslu til London. Allir eru þeir breskir ríkisborgarar. 

Fyrr í sumar var breski bankinn Barclays sektaður um 290 milljónir sterlingspunda fyrir að hafa stundað vaxtasvindl á LIBOR -millibankavöxtum frá því árið 2005. Síðan þá hafa eftirlitsaðilar haft marga aðra stóra bankar til skoðunar vegna málsins og tengjast handtökurnar í dag væntanlega þeim rannsóknum. Staðfest hefur verið að einn maðurinn er Thomas Hayes, 33 ára fyrrverandi miðlari hjá Citigroup og UBS-bönkunum. Ekki er vitað hverjir hinir tveir eru.

Hayes starfaði hjá UBS á árunum 2006 til 2009, en færði sig svo yfir til Citigroup. Þaðan var hann rekinn árið 2010, en þá komust yfirmenn hans að því að hann vann með miðlurum frá öðrum bönkum með það fyrir augum að hafa áhrif á Libor-millibankavexti fyrir japönsk jen. 

Efnisorð: Libor
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK