Enn hægist á vexti kortaveltu

Hægt hefur á vexti kortaveltu á síðari hluta ársins
Hægt hefur á vexti kortaveltu á síðari hluta ársins Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hægt hefur á vexti kortaveltu hérlendis á seinni hluta ársins að því er fram kemur í tölum Seðlabankans. Aukningin í nóvember var 0,6% að raungildi miðað við nóvember í fyrra, en að sögn greiningardeildar Íslandsbanka gefur þetta að jafnaði góða vísbendingu um þróun einkaneyslu. Það sem af er ári hefur veltan aukist um 2,1%, en á fyrri hluta ársins var hún 3,2% en aðeins 0,6% á síðustu 5 mánuðum. 

Greiningardeildin segir að skýringuna megi meðal annars finna í því að dregið hafi úr einskiptiaðgerðum stjórnvalda á borð við heimildir til útborgunar séreignarsparnaðar og sérstaka vaxtaniðurgreiðslu. 

Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar jókst einkaneyslan á fyrstu níu mánuðum ársins um 3,2% milli ára, en greiningardeildin telur ekki ólíklegt að þær verði endurskoðaðar og sýni hægari vöxt á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK