Greiddu ekki af evruláni

ALMC hf. gerði lánasamning við Deutsche Bank þann 16. mars. …
ALMC hf. gerði lánasamning við Deutsche Bank þann 16. mars. Seðlabankinn hefur stoppað greiðslu þess vegna brota á gjaldeyrislögum. AFP

Í kjölfar fréttar Morgunblaðsins í morgun um að 10 milljóna evru greiðsla frá ALMC hf. (móðurfélag Straums fjárfestingabanka) hafi verið stöðvuð vegna brota á gjaldeyrishöftum hefur félagið sent frá sér tilkynningu. Staðfestir ALMC þar að ekki hafi verið greidd afborgun af evruláni félagsins á gjalddaga þann 20. nóvember 2012.

Segir þar jafnframt að félagið hafi „fé til reiðu til að standa við framangreinda afborgun. Félagið greiddi ekki afborgunina í kjölfar samskipta við Seðlabanka Íslands og bíður úrlausnar á tilteknum tæknilegum atriðum sem Seðlabanki Íslands vakti athygli á.“

Jafnframt er tekið fram að þetta muni ekki hafa áhrif á daglegan rekstur og að unnið sé að lausn málsins með Seðlabanka Íslands. Lánasamningurinn er við þýska bankann Deutsche bank og segir ALMC að félagið hafi fullan stuðning þeirra í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK