Sjá möguleika í Kanada og Noregi

Það eru tækifæri í að auka flug til Noregs og Kanada á næstunni og nýju Boeing 737-MAX vélarnar sem voru keyptar nýlega munu nýtast vel í slík verkefni, sérstaklega að þétta vetrarumferðina. Þetta segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group í viðtali í viðskiptaþættinum með Sigurði Má.

Segir Björgólfur að Bergen, Þrándheimur og Stafangur séu meðal vænlegra viðkomustaða í Noregi, en vestanhafs muni opnast aukin tækifæri á komandi hausti þegar takmarkanir sem félagið hefur til flugs þangað breytast. Hingað til hefur félagið aðeins mátt fljúga fjórum sinnum á viku yfir sumarið til Toronto, en Björgólfur segir færi vera þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK