Stoltur af skattaundanskotum Google

Eric Schmidt, stjórnarformaður Google segist vera stoltur af skattaundanskotum Google.
Eric Schmidt, stjórnarformaður Google segist vera stoltur af skattaundanskotum Google. AFP

„Við greiðum mikla skatta og við greiðum þá á tilskilinn hátt.“ Þetta sagði Eric Schmidt, stjórnarformaður Google í samtali við Bloomberg fréttaveituna og bætti við að hann væri mjög stoltur af þeirri skattauppbyggingu sem fyrirtækið hefði komið upp. Tekjur fyrirtækisins í Bretlandi voru 2,5 milljarðar punda í fyrra en einungis 6 milljónir voru greiddar í skatta. „Þetta er kallaður kapítalismi“ segir Schmidt, en sýnt hefur verið fram á að leitarvélarisinn hefur geymt um 10 milljarða Bandaríkjadollara á Bermúda og komst þar af leiðandi framhjá 2 milljarða dollara skatti á alþjóðavísu á síðasta ári.

Ólíklegt er að skoðun Schmidt verði tekið fagnandi, en George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í síðustu viku að hann vildi taka að sér að leiða alþjóðlegt átak í að koma í veg fyrir skattaundanskot frá stórum hagkerfum í skattaskjól. Bretland mun á næsta ári veita G8 samtökunum formennsku og líklegt þykir að þá muni ríkið beita sér fyrir þess átaki.

Efnisorð: Google skattar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK