Á laugardaginn voru 20 ár síðan HB Grandi var fyrst skráð í Kauphöllina, en það var 15. desember árið 1992. Í tilefni af því var fulltrúum fyrirtækisins boðið í heimsókn hjá Kauphöllinni þar sem Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar og Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sögðu nokkur orð.
Eins og vaninn er við tímamót fyrirtækja sem skráð eru á Nasdaq markaði var tilkynnt um 20 ára afmælið á skilti markaðarins á Time Square í New York núna um helgina. Af íslenskum fyrirtækjum hefur aðeins Marel lengri samfellda skráningu, en fyrirtækið náði 20 ára skráningu fyrr á árinu.