Gestur Viðars Garðarssonar í Alkemistanum þessa vikuna er Frosti Jónsson sérfræðingur hjá Birtingarhúsinu. Hann og félagar hans eru nýlega farnir að bjóða þjónustu sem kallast stafræn miðlun auglýsingaborða. Þetta er nýlunda á íslenskum auglýsingamarkaði og gefur auglýsendum möguleika á því að birta efni sitt á netinu með markvissum hætti.
Segir Frosti að hlutdeild netmiðla á auglýsingamarkaði sé ótrúlega lítil miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Að Íslendingar séu heldur seinir til að nýta sér netmiðla sem auglýsingamiðil, sérstaklega í ljósi þess hversu netvædd þjóðin er.