Viðskipta- og hagfræðimenntun algengust í stjórnum íslenskra fyrirtækja

Samkvæmt nýrri könnun KPMG og félagsvísindasviðs Háskóla Íslands eru viðskipta- …
Samkvæmt nýrri könnun KPMG og félagsvísindasviðs Háskóla Íslands eru viðskipta- og hagfræðingar vinsælastir í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins. Sverrir Vilhelmsson

Enn er mikill munur á hlutfalli kynjanna í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins. Þetta kemur fram í könnun sem KPMG og Félagsvísindasvið Háskóla Íslands gerðu með það að markmiði að kortleggja nokkur lykilatriði varðandi stjórnarmenn og störf stjórna á Íslandi. Hlutfall kvenna og karla sem hafa verið stutt í stjórnum fyrirtækja er þó mjög jöfn og gefur það fyrirheit um að kynjahlutfallið sé að jafnast með aukinni nýliðun. Þegar skoðað er hvaða atriði einkenna íslenska stjórnarmenn kemur meðal annars í ljós að stærstur hluti þeirra er háskólamenntaður á aldrinum 40 til 60 ára með viðskipta- eða hagfræðimenntun.

Karlar í stjórnum eldri en konur

Flestar konur sem sitja í stjórnum stærri fyrirtækja eru á milli 40 og 50 ára, en 47% stjórnarmanna sem eru kvenkyns eru á þeim aldri. Þar á eftir er aldursbilið 50 til 60 ára með 26% kvenna. Hjá karlmönnum er þessu öfugt farið, en 37% karlmanna í stjórnum er á aldrinum 50 til 60 ára en 29% á aldrinum 40 til 50 ára. Athygli vekur að enginn svarandi í könnun KPMG var undir 30 ára og því virðast stjórnarmenn þurfa að hafa einhvern starfsaldur á bakvið sig áður en kemur að stjórnarmennsku.

Þegar fjöldi stjórna á starfsferli stjórnarmanna er skoðaður kemur í ljós að 40% karlmanna sem svöruðu höfðu starfað í meira en 10 stjórnum. Hlutfallið var aftur á móti 20% hjá konum. Fleiri konur eru aftur á móti sitjandi í sinni fyrstu stjórn, en 19% kvenna var að hefja stjórnarferil sinn, en hlutfallið 10% hjá körlum.

Mikil endurnýjun í fjármálageiranum

Þegar munurinn er skoðaður eftir lengd stjórnarsetu sést að hann minnkar mikið eftir því sem einstaklingar hafa setið í stjórn í skemmri tíma. Þannig er hlutfallið 86% á móti 14%, karlmönnum í vil, þegar stjórnarmenn hafa setið í meira en 7 ár, en konur eru rétt fleiri þegar stjórnarseta einstaklinga sem hafa setið í minna en eitt ár er skoðuð.

Mest endurnýjun hefur átt sér stað í fjármálafyrirtækjum á síðustu 3 árum, en þar hafa 89% stjórnarmanna setið í minna en 3 ár. Hjá öðrum fyrirtækjum er helmingur stjórnarmanna með styttri stjórnarsetu en 3 ár.

Viðskipta- og hagfræðingar vinsælastir

Viðskipta- og hagfræðimenntaðir virðist eiga greiðustu leiðina að stjórnarsetu, en meira en helmingur svarenda var með slíka menntun. Þar á eftir komu einstaklingar með verkfræði, náttúru- og raunvísindamenntun með 23% af stjórnarmönnum og hug- og félagsvísindamenntaðir með 11%. Lögfræðingar standa svo fyrir 8% af heildarfjölda stjórnarmanna. Áberandi er að hlutfall kvenna með hug- og félagsvísindamenntun í stjórnum er mun hærri en hjá körlum, en hlutfall karlmanna með aðra menntun í stjórnum er hærri en kvenna.

Niðurstöður könnunarinnar má sjá í heild hér á heimasíðu KPMG

Aldursdreifing í stjórnum fyrirtækja
Aldursdreifing í stjórnum fyrirtækja KPMG
Fjöldi stjórna á starfsferli
Fjöldi stjórna á starfsferli KPMG
Lengd stjórnarsetu. Einstaklingar í stjórnum fjármálafyrirtækja hafa mun skemmri stjórnarsetu …
Lengd stjórnarsetu. Einstaklingar í stjórnum fjármálafyrirtækja hafa mun skemmri stjórnarsetu en í öðrum greinum. KPMG
Tegund menntunar stjórnarmanna
Tegund menntunar stjórnarmanna KPMG
Efnisorð: KPMG
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK