Vodafone hækkaði á fyrsta degi

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar og Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, við …
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar og Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, við skráningu félagsins í morgun. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hlutabréf í Fjarskiptum hf., móðurfélagi Vodafone, hækkuðu um 2,2% á sínum fyrsta degi á markaði í Kauphöllinni. Var lokagengi bréfanna í dag 32,2 krónur á hlut, en gengi þeirra var 31,5 krónur á hlut í tvöföldu útboði félagsins í kringum síðustu mánaðarmót. Framtakssjóður Íslands seldi alls 60% af hlutafé félagsins í útboðunum fyrir um 6,3 milljarða. Samtals voru keypt bréf í félaginu fyrir 161 milljón í dag, en heildarvelta í Kauphöllinni var um 657 milljónir.

Mest velta var með bréf Eimskipafélagsins, sem stóðu í stað, en þar á eftir komu viðskipti með bréf Icelandair fyrir 144 milljónir. Bréf þess hækkuðu um 1,01% í viðskiptum dagsins. Gengi bréfa Regins lækkaði um 0,56% í 69 milljóna viðskiptum.

Viðskipti hófust með bréf Vodafone í Kauphöllinni í dag. Gengi …
Viðskipti hófust með bréf Vodafone í Kauphöllinni í dag. Gengi þeirra hækkaði um 2,2%.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK