Stefnir á aukna útrás Cintamani

Verslun Cintamani í Fredericton í Kanada. Gerður stefnir á frekari …
Verslun Cintamani í Fredericton í Kanada. Gerður stefnir á frekari útrás fyrirtækisins á næstu árum. Cintamani

Gerður Ríkharðsdóttir, sem ráðin hefur verið framkvæmdastjóri Cintamani segir framleiðendur og smásöluaðila þurfa í auknum mæli að horfa til útlanda og telur að rekstur og stækkun þessara fyrirtækja sé erfiðleikum bundinn í núverandi efnahagsumhverfi. Hún telur einnig að réttast sé að aðgreina vörur fyrirtækisins betur með því að setja upp tvær fatalínur sem nái til mismunandi markhópa.

Í samtali við mbl.is segir Gerður að hún telji verkefnið mjög spennandi sérstaklega í ljósi þess að fyrirtækið eigi bjarta framtíð fyrir sér á útflutningsvettvangi. „Cintamani er rétt að byrja í útflutningi og það eru mikil tækifæri þar“ segir hún. Nefndir hún norðurlöndin, Þýskaland og Bretland sem áhugaverða markaði, auk þess sem Kanadamarkaðurinn verði áfram skoðaður, en í síðasta mánuði var opnuð Cintamani verslun þar í landi, „við erum rétt að byrja í útflutningi og ég er að horfa til þess að við opnum fleiri búðir eins og í Kanada sem selur bara Cintamani vörur.“

Hún telur að heillavænlegast fyrir Cintamani sé að setja meiri kraft í útflutninginn, enda sé fyrirtækið með langa sögu og sé komið á það stig að það eigi að geta sótt mikið á þann markað. „Þetta er íslenskt merki og íslensk hönnun og hefur verið að framleiða útivistarvörur í langan tíma. Erum nú komin á það stig að geta farið í mikinn útflutning.“

Gerður segir að hún vilji á komandi tímum greina meira á milli fatnaðar sem fyrirtækið framleiðir og gera tvær fatalínur. Aðra sem einbeiti sér að fatnaði fyrir þá sem stunda útivist í miklum mæli og geri miklar kröfur um eiginleika og þol fatnaðarins. Hin línan verði léttari og litríkari og horfi til þeirra sem leiti sér að samblöndu af útivistar- og lífsstílsfatnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK