Vill markaðssetja íslenska rokið

Esjustofa
Esjustofa Pjetur Árnason

Eigendur Esjustofu ætla sér að markaðssetja íslenska rokið, en þau stefna á að reisa nýtt 20 herbergja gistiheimili við Esjurætur á næsta ári. Í janúarbyrjun verða tillögur lagðar fyrir skipulagsyfirvöld Reykjavíkur, en Pjetur Árnason, eigandi Esjustofu, segir í samtali við mbl.is að verið sé að leggja lokahönd á hönnun og hugmyndavinnuna. Gistiþjónusta er nú þegar á deiliskipulagi og Pjetur segir að vinna að málinu nema hann teldi góðar líkur á að það færi í gegn.

Gert er ráð fyrir tengibyggingu við núverandi húsnæði sem muni falla vel í umhverfið og  segir Pjetur meðal annars að hann telji sniðugt að setja torfþak á húsið. „Ef allt gengur eftir og við getum sett málið í gang munum við opna síðla árs“ segir hann, en með því væri hægt að ná hluta af haustumferð ferðamanna. 

Rokið er þó eitt þeirra atriða sem heillar Pjetur, en hann telur það ekki hafa verið nýtt mikið hingað til. Segir hann að „veðurbörðum ferðamönnum finnst það æðislegt að ganga í veðurhamnum og koma svo inn í heitt kakó“.

Það er þó ekki aðeins rokið sem hann segir að heilli ferðamenn við staðsetninguna, heldur séu ekki margar höfuðborgir sem geti státað af því að vera aðeins í 20 mínútna fjarlægð frá góðum fjöllum til að ganga á. „Heilsuferðamennska nýtur meiri og meiri vinsælda og við horfum til þess hóps“ segir hann, en í dag koma um 50 þúsund manns á ári við í Esjustofu, sem Pjetur rekur ásamt konu sinni og sonum.

Það er spurning hvort ferðamenn muni hafa meiri áhuga á …
Það er spurning hvort ferðamenn muni hafa meiri áhuga á íslenska veðurfarinu en almennt gengur og gerist hér á landi Þorkell Þorkelsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka