Kringlan bætir í þótt aðrir dragi úr

„Það sem af er þessu ári höfum við séð vöxt bæði í aðsókn og veltu og við erum ekki að upplifa í Kringlunni, á þeim meðaltalstölum sem við höfum, þann mikla samdrátt í fatnaði og skóm“ sem mælst hefur í tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þetta segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má hér á mbl.is.

Rannsóknarsetrið birti nýlega tölur um veltu á fyrstu 10 mánuðum ársins og var þar meðal annars 12,7% samdráttur í sölu á fatnaði. Sigurjón segir að veltutölur sem verslanir í Kringlunni taki saman sýni að það hafi orðið aukning hjá þeim í fatasölu upp á 4% á sama tíma. Telur hann að Kringlan njóti í þessu samhengi góðs af hefð, staðsetningu og samsetningu af verslunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK