Vogunarsjóðirnir kynna sig sem fórnarlömb neyðarlaganna

Heiðar Már Guðjónsson.
Heiðar Már Guðjónsson.

Þeir erlendu aðilar sem töpuðu mestu á efnahagshruninu hérlendis hafa fyrir löngu selt kröfur sínar á hendur íslensku bönkunum og innleyst tapið. Meðal þeirra eru þýskir bankar, en í dag eru helstu kröfuhafar föllnu bankanna vogunarsjóðir sem hafa stórgrætt á síðustu árum og jafnvel margfaldað fé sitt.

Nú vilji þessir sömu sjóðir fá fjármagn sitt til baka, en til þess þurfi að loka nauðasamningum og fá heimildir til að færa verðmæti frá Íslandi. Þarna skipti tíminn höfuðmáli, enda sé lífslengd sjóðanna takmörkuð og árangurstengdar þóknanir stjórnenda mjög miklar. Þetta er meðal þess sem Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir segir í nýrri grein sinni í nýjasta hefti Þjóðmála. Hann leggur ekki til að níðst sé á vogunarsjóðum, en það þurfi að koma í veg fyrir að vogunarsjóðirnir níðist á landsmönnum og hafi ekki réttindi umfram aðra.

Heiðar segir að vogunarsjóðirnir kynni sig oft sem fórnarlömb neyðarlaganna en það sé fjarri lagi enda hafi þeir komið til landsins eftir hrun á miklum afslætti og hafi nú þegar innheimt mikinn hagnað. Í greininni segir hann einnig að Íslendingar eigi ekki að bera sig saman við London og New York þegar kemur að breytingum á bankakerfinu og að erfitt sé að sjá hvað tefji eðlilegar kerfisbreytingar bankanna eftir bitra reynslu Íslendinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK